Í Fótspor Kóngsins

Auk þess að ganga um undurfagra náttúruna í blíðskapar veðri, þá sá fararstjórinn, Ólafur Örn Haraldsson, um að rifja upp sögu Kóngsvegarins eftir því sem göngunni miðaði áfram. Fyrir 110 árum fór Friðrik 8, konunungur Danaveldis, ásamt fríðu föruneyti 200 manna ríðandi þessa sömu leið. Ferðin varð söguleg og á margan hátt áhrifavaldur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það var ekki laust við að maður fyndi fyrir nærveru konungs og þeim hughrifum sem hann varð fyrir á Íslandi árið 1907.